Sjúkrabörur
fyrir hálendisbjörgun
Áhugi fjallagarpa um hálendi Íslands hefur aukist jafnt og þétt. Hugmynd að sérhönnuðum sjúkrabörum kom vegna þess að fjallaiðkun fer fram í hvaða veðri sem er, allt árið um kring. Veðurskilyrði breytast oft án fyrirvara, fólk þreytist, hrasar eða örmagnast á göngum. Á örskömmum tíma er hætta á ofkælingu og þörfin fyrir fyrirferðalítinn flutningsbúnað mikilvægur. Sjúkrabörurnar taka lítið pláss í neyðarbílum, þyrlum og snjósleðum. Bakpoki fylgir *Fyrsta verðlaun á Pro-vetrarsýningu á Ítalíu 2018 fyrir besta hugvitið.
Sjúkrabörurnar eru sérstaklega hannaðar með það í huga að vera hlíf utanum slasaða í flutningi og vörn fyrir sterkum vindi. Þær eru gerðar úr vatnsheldum segldúk, með stífri plötu í botni, vatnsheldri yfirbreiðslu og hentugum handföngum til flutnings. Enginn aukabúnaður, aðeins 4,9 kg.
Um fyrirtækið
Stofnandi
Hallfríður Eysteinsdóttir, CEO
Fyrirtækið Hallas var stofnað vorið 2016 af framkvæmdastjóra fyrirtækisins og frumkvöðli. Hallfríður er hjúkrunarfræðingur með M.Sc. í stjórnun á heilbrigðissviði. Hún hefur stundað hálendisferðir til fjölda ára í hesta- og gönguferðum, starfað í björgunarsveitum og sjúkraflutningum og þekkir því vel til aðstæðna við flutning slasaðra á hálendi